Einfaldur bananaís
Aug 10, 2022Bananaís, eða eins og hann er kallaður á ensku, Nicecream! Mér finnst eiginlega ótrúlegt að hægt sé að búa til svona íslíka áferð úr frosnum bönunum, algert svindl ef þið spyrjið mig. Ég hef prófað að útfæra bananaís á marga vegu, en ætla að byrja á einni klassík. Bananar, vanilla og kanill... ég meina, hvað getur klikkað? Fullkomin pre-workout máltíð, eða bara sem snarl yfir sjónvarpinu!
Hráefni:
3 frosnir bananar
2 vanillustangir
1 tsk kanill
Aðferð:
Setjið frosna banana í matvinnsluvél og blandið öllu vel saman. Stoppa þarf vélina af og til og skafa niður meðfram hliðum með sleif. Þegar áferðin er orðin silkimjúk (eins og ís) má skera vanillustangirnar í tvennt, skafa innan úr þeim og bæta út í ísinn ásamt kanil. Blandið öllu vel saman. Hægt er að setja hann í box og frysta í 1-3 klst. fyrir stírari áferð. Gott er að bera ísinn fram með ferskum jarðaberjum.
Njótið vel,